Mælitækjabanki Félags sjúkraþjálfara

Bankinn er nú í allsherjar yfirferð og endurskipulagningu

11.3.2022

Bankinn er nú í allsherjar yfirferð og endurskipulagningu

Mælitækjabankinn hefur reynst félagsfólki og nemum í sjúkraþjálfun sérstaklega vel í gegnum tíðina en ljóst er að þörf er á allsherjar yfirferð og endurskipulagningu bankans. Sú vinna hófst í byrjun árs 2022 og mun halda áfram út þetta ár hið minnsta. 

Vinnan snýr að því annars vegar að yfirfara og skrásetja þau mælitæki sem eru til taks í bankanum, hvaða upplýsingar eru til og hvað vantar, ásamt því að skrásetja heimildir og próffræðilega eiginleika mælitækja.

Seinni hluti þessarar endurskoðunar mun hins vegar snúa að því að koma mælitækjum yfir á rafrænt form og gera aðgengileg fyrir sjúkraþjálfara, þar sem leyfi eru fyrir hendi. Sú vinna mun hefjast seinna á árinu í samstarfi við Gagnanefndina og aðra hagaðila.