Mælitækjabanki - okkur vantar upplýsingar um þýðendur og ábyrgðamenn prófa og mælitækja

Nú er farin af stað vinna við endurskoðun heimasíðu

27.5.2020

Við endurskoðun á heimasíðu þessari er ýmislegt sem kemur í ljós og er mælitækjabankinn ofarlega á baugi

Nú hefur heimasíðunefnd og starfsmaður skrifstofu hafið vinnu við að endurskoða efni, innihald og uppsetningu á heimasíðunni. Eitt af því sem í ljós hefur komið er að það skortir upplýsingar um þýðendur mælitækja og ábyrgðamenn íslenskra þýðinga á prófum í mælitækjabankanum.

VIð viljum því biðla til félagsmanna allra að líta yfir farinn veg og sjá hvort þið búið yfir upplýsingum um þýðendur og ábyrgðamenn mælitækja og prófa sem finna má á innri vefnum. Þá mega einnig fylgja með netföng tengiliða sem geta veitt upplýsingar um þýðingu og staðfæringu prófa. Enn fremur óskum við eftir því að fá allar aðrar upplýsingar sem þið kunnið að hafa, ásamt prófunum sjálfum á word/ excel formi.

Allar ábendingar og upplýsingar berist á netfang starfsmanns: steinunnso@bhm.is

Með fyrirfram þökkum fyrir ykkar framlag til að efla og bæta mælitækjabankann.

Steinunn S. Ó.
Starfsmaður skrifstofu FS
Netfang: steinunnso@bhm.is