Magnús Ólafsson sjúkraþjálfari er látinn
Frumkvöðull í sjúkraþjálfun og vinnuvernd
Frumkvöðull í sjúkraþjálfun og vinnuvernd
Fallinn er frá Magnús H. Ólafsson sjúkraþjálfari. Magnús fæddist á Ísafirði árið 1940 og ólst þar upp en lærði síðan sjúkraþjálfun í Noregi. Hann starfaði víða um land, á Akureyri um langt skeið en einnig Patreksfirði. Síðar settist hann að í Reykjavík og starfaði mikið með Íþróttasambandi fatlaðra.
Sjúkraþjálfarar hafa undanfarna daga minnst Magnúsar og
segja að þarna hafi farið mikill frumkvöðull, bæði á sviði vinnuverndar og
fleiri sviða, og honum er lýst sem öðlingi og hugsjónamanni.
Sigrún Knútsdóttir, fv. formaður FÍSÞ minnist Magnúsar og segir: “Man alltaf eftir því þegar við 3 Íslendingar mættum til náms í Statens fysioterapiskole í Oslo 1971 þá fengum við strax að heyra um “den flinke Magnus fra Island” svo að við fylltumst strax stolti.”
Meðfylgjandi er tengill á minningu um Magnús sem birtist á Hringbraut í vikunni.
Magnús var jarðunginn frá Grafarvogskirkju sl. mánudag.