Málþing ÖBÍ um komugjöld

Málþing

28.11.2022

Öryrkjabandalag Íslands stóð á dögunum fyrir málþingi um komugjöld í heilbrigðiskerfinu. Á málþinginu tók Gunnlaugur Már Briem formaður félags sjúkraþjálfara til máls, ásamt Ragnari Frey Ingvarssyni formanni læknafélags Reykjavíkur, Maríu Heimisdóttur forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, Willum Þór Þórssyni Heilbrigðisráðherra og Vilhjálmi Hjálmarssyni frá Öryrkjabandalaginu. 

Framsaga allra var skýr og allir sammála um það að það væri forgangsatriði að ná samningum milli þessara aðila, þ.e. sérgreinalækna og Sjúkratrygginga Íslands annars vegar og sjálfstætt starfandi Sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands hinsvegar. Talsverðar vangaveltur komu upp í pallborði um það hvað bæri útaf, og hvað þyrfti að gerast til þess að hægt væri að semja. 

Upptaka frá pallborðinu er aðgengileg á vef ÖBÍ


Gulli2