Doktors- og Meistaravarnir í sjúkraþjálfun 2020
Nýir sjúkraþjálfarar eru væntanlegir í hóp starfandi sjúkraþjálfara og nýr doktor hefur bæst í hópinn
Meistaranemar í sjúkraþjálfun vörðu verkefni sín þriðjudaginn 26. maí og Dr. Abby Snoook varði doktorsverkefnið sitt degi síðar, miðvikudaginn 27. maí
Vikan sem er að líða var stór í námsbrautinni í sjúkraþjálfun með doktors- og meistaravörnum.
Þann 26.maí 2020 fóru fram kynningar og varnir 20 nemenda í Sjúkraþjálfun MS. Brautskráning þeirra frá Námsbraut í sjúkraþjálfun HÍ fer fram í lok júní og bætast þau þá í góðan hóp sjúkraþjálfara á Íslandi.
Dr. Abby Grover Snook varði doktorsverkefnið sitt miðvikudaginn 27. maí og hefur því bæst í hóp þeirra sjúkraþjálfara á Íslandi sem lokið hafa doktorsprófi.
Ritgerðin ber heitið: Rannsókn á þörfum, áhugahvöt og sjálfsmynd kennara í heilbrigðisvísindum – Grunnur fyrir betri kennslufræðilegan stuðning við háskólakennara. (Exploring the needs, motivations, and identity of health science educators – A basis for improved support for university teachers).
Félag sjúkraþjálfara óskar Dr. Abby Snook og verðandi sjúkraþjálfurum hjartanlega til hamingju með áfangann og varnirnar.