Námsbraut í sjúkraþjálfun 40 ára
1976-2016
1976-2016
Nú í haust eru liðin 40 ár frá stofnun námsbrautar í sjúkraþjálfun við HÍ. Námsbrautin var stofnuð árið 1976 og brautskráðust fyrstu sjúkraþjálfaranir þaðan árið 1980. Fyrstu kennararnir við skólann voru Ella Kolbrún Kristinsdóttir og Marjorie B. Spence. Fljótlega komu María Ragnarsdóttir og María Þorsteinsdóttir einnig til starfa.
Lengst af voru þrír fastráðnir kennarar við námsbrautina en um aldamót voru stöður fastra kennara orðnar sjö. Auk þess hefur fjöldi sjúkraþjálfara sinnt stundakennslu við námsbrautina.
Fyrsta húsnæði námsbrautarinnar var í húsi Jóns Þorsteinssonar
íþróttakennara á Lindagötu 7, seinna litla svið Þjóðleikhússins. Árið 1983
flutti námsbrautin á Vitastíg 8, síðan fór hún árið 1998 í Skógarhlíð 10 en nú
hin síðari ár verið staðsett í Stapa, á lóð HÍ.
Af þessu tilefni bauð námsbrautin núverandi og fyrrverandi nemendum og kennurum til móttöku í húsnæði námsbrautarinnar sl. föstudag og við það tækifæri afhenti Veigur Sveinsson, varaformaður FS námsbrautinni styrk til tækjakaupa að upphæð 250.000 kr. Kristín Briem, veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd námsbrautarinnar. Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri.
Félag sjúkraþjálfara óskar námsbrautinni til hamingu með þennan áfanga og óskar starfsfólki og nemendum velfarnaðar í öllum sínum störfum í nútíð og framtíð.