Námskeiðum frestað um óákveðinn tíma

Vegna þeirra aðstæðna sem nú eru í samfélaginu er námskeiðum í nálastungum og Otago æfingameðferð frestað

18.8.2020

Vegna þeirra aðstæðna sem nú eru í samfélaginu er námskeiðum í nálastungum og Otago æfingameðferð frestað

Í ljósi aðstæðna hefur eftirfarandi fjórum námskeiðum verið frestað um óákveðinn tíma:

Otago æfingameðferð fyrir eldri borgara í byltuhættu, sem halda átti 1.-3. okt og 26.-28. nóv
Otago æfingameðferð fyrir eldri borgara í byltuhættu, sem halda átti 4.-6. okt og 29. nóv - 1. des
Top 20: DN Dry Needling course, sem halda átti 4.-5.sept
Dry Needling Advanced course upper body, sem halda átti 6.-7. sept 

Nánari upplýsingar munu berast þegar ástandið er orðið stöðugara og við getum skipulagt námskeiðið upp á nýtt.

Tölvupóstur hefur verið sendur á þau sem voru búin að skrá sig á námskeiðin. Gjaldkeri Fræðslunefndar vinnur nú í því að endurgreiða þeim sem voru búin að greiða fyrir þátttöku. Við þökkum sýndan skilning. 


Fræðslunefnd Félags sjúkraþjálfara
fraedslunefndfs@gmail.com