Námsstefna í samningsgerð

Formaður FS og aðillar samninganefnda sóttu námsstefnu ríkissáttasemjara

11.11.2022

Í liðinni viku hélt ríkissáttasemjari námsstefnu í samningsgerð fyrir aðila sem koma að kjarasamningum. Námsstefnan var haldin í Stykkishólmi og tók þrjá daga og var blanda af fyrirlestrum og verklegum æfingum í samningagerð. 

Á námsstefnunum er öllum sem koma að samningsgerð stefnt saman og þar gefst einstakt tækifæri til að fara yfir vinnubrögð við kjarasamningsgerð og hvernig má bæta þau, ræða aðferðir við undirbúning fyrir samningaviðræður, deila reynslu og efla marksækni og fagmennsku við samningaborðið. 

Gunnlaugur Már Briem formaður félagsins og Halldóra Eyjólfsdóttir formaður samninganefndar launþega FS auk Fjólu Jónsdóttur starfsmanns þjónustuskrifstotu SIGL sátu námsstefnuna sem þau sögðu afar fróðlega og gagnlega fyrir komandi kjarasamningalotu. 

Á myndinni eru þau samankomin, Gunnlaugur Már Briem, Aðalsteinn Leifsson Ríkissáttasemjari og Halldóra Eyjólfsdóttir. 314537729_848222656623370_2462313590181306674_n