Niðurstöður formannskjörs Félags sjúkraþjálfara

Kosningu lauk kl. 17:00 föstudaginn 16. febrúar

16.2.2024

Kjörsókn var góð

Kosningu til formanns Félags sjúkraþjálfara er nú lokið. 

Á kjörskrá voru skuldlausir félagar í Félagi sjúkraþjálfara, eða samtals 740 og var kjörsókn 58,94%.

Í framboði til formanns voru tveir, þeir Gunnlaugur Már Briem og Högni Friðriksson.

Niðurstöður kosninga eru svohljóðandi:

Gunnlaugur Már Briem hlaut 93,79% atkvæða
Högni Friðriksson hlaut 6,21% atkvæða

Það er því ljóst að Gunnlaugur Már Briem er réttkjörinn formaður til næstu tveggja ára og hefst kjörtímabilið á aðalfundi félagsins sem fer fram þann 13. mars nk. 


16. febrúar 2024

Kjörstjórn

Guðný Björg Björnsdóttir

Margrét Sigurðardóttir

Sigurður Sölvi Svavarsson