Norræn yfirlýsing sjúkraþjálfara til Brussel

Fundur norrænna formanna sjúkraþjálfara vekur athygli á brýnu málefni

5.12.2017

Fundur norrænna formanna sjúkraþjálfara vekur athygli á brýnu málefni

Í starfi mínu sem formaður kemur stundum upp spurningin um mikilvægi þess að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi sjúkraþjálfara. Hér er áþreifalegt dæmi um það hvernig hlutirnir geta gerst í hinu  alþjóðlega samhengi.

Á vordögum 2017 var haldinn árlegur fundur norrænna formanna sjúkraþjálfara, að þessu sinni í Mývatnssveitinni. Við formennirnir fimm ásamt nokkrum úr stjórnum allra ræddum meðal annars heilsufar barna og möguleika sjúkraþjálfara á að hafa betri aðkomu að þjónustu við börn í gegnum skólakerfið. Lokaafurðin var “Nordic statement” þar sem mælt er með að sjúkraþjálfarar verði hluti af heilsugæslu í skólum, sjá: 

Nordic-Statement-2017---Physiotherapists-in-school-health-care

19832784_10213763153101398_344538818_n

Norrænu félögin kynntu þetta plagg í sameiningu á heimsþingi sjúkraþjálfara, WCPT 2017, sl. sumar, ásamt því að öll félögin sendu það til sinna heilbrigðisyfirvalda og Landlæknisembætta. Fljótlega kom ósk frá Evrópudeild WCPT um að fá að kynna þetta plagg meðal félaga sjúkraþjálfara í Evrópu, sem var að sjálfsögðu samþykkt.

Mynd: Frá kynningu á "Nordic statement" á WCPT 2017


12-5-Sarah-og-CharlotteÍ haust kom svo kallið. Óskað var eftir að fulltrúi norrænu félaganna kæmi á fund í Brussel, Evrópusambandið hafði fengið áhuga á málefninu. Þann 30. nóvember sl. fóru þær Sarah Bazin, formaður ER-WCPT og Charlotte Chruzander, starfsmaður sænska félagsins, á fund í Brussel og kynntu efni þessarar yfirlýsingar við góðan orðstír.

Mynd: Sarah Bazin (nær) og Charlotte Chruzander (fjær) á fundi í Brussel.

Ég er ekki nógu kunnug innviðum Evrópusambandsins til að þekkja hvað tekur við, en hef í huga að “oft veltir lítil þúfa þungu hlassi”.

12-5-BornHver veit nema þetta sé byrjunin á því að almennt verði það talið sjálfsagt hér á Íslandi að hver skóli hafi aðgang að sínum skólasjúkraþjálfara, rétt eins og skólahjúkrunarfræðingi.

 

Unnur P
Form. FS