Norrænn formannafundur - aðalfundur ER-WCPT

Alþjóðasamfélag sjúkraþjálfara fundaði stíft í netheimum í vikunni

8.5.2020

Alþjóðasamfélag sjúkraþjálfara fundaði stíft í netheimum í vikunni

Norræni formannafundurinn var haldinn sl. miðvikudag, 6. maí. Formenn og eftir atvikum starfsmenn/stjórnarmenn Norrænu félaga sjúkraþjálfara héldu sinn árlega fund, en eins og vera ber var fundurinn haldinn í netheimum að þessu sinni. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem það er gert. Fundinn átti að halda á Íslandi fyrir 10 árum og þá var það eitt stykki Eyjafjallajökull sem kom í veg fyrir slíkt.

95771148_2894708577313937_1560393023437668352_nRætt var m.a. um áhrif Covid-19 á starfsemi sjúkraþjálfara á Norðurlöndum, rætt um gögn fyrir Evrópska aðalfundinn og ekki má gleyma að nýji norski formaðurinn, Gerty Lund, fékk hlýjar móttökur.


ER-WCPT-atkvaedi-2020Aðalfundur Evrópudeildar sjúkraþjálfara, ER-WCPT, var svo haldinn í vikunni, en eins og aðra fundi þurfti að færa hann í netheima, sem er býsna snúið. Ákveðið var að halda fundinn í tveimur hlutum. Fyrri hluti fór fram nú í vikunni þar sem send voru út þau gögn sem ekki töldust vera ágreiningsmál og aðildafélögum boðið að kjósa um þau, sem og að kjósa til stjórnar ER-WCPT. Þar sem formaður FS, Unnur Pétursdóttir, situr í stjórn ER-WCPT, fór Gunnlaugur Már Briem varaformaður FS með atkvæði Íslands í þessari rafrænu atkvæðagreiðslu. Vonast er til að hægt verði að halda síðari hluta fundarins í haust, en þegar þetta er ritað er algerlega óljóst hvort það takist.


Unnur Pétursdóttir
Form. FS