Norrænn fundur félaga sjúkraþjálfara

Fulltrúar frá norrænum félögum sjúkraþjálfara héldu árlegan fund sinn í Kaupmannahöfn í vikunni

3.12.2021

Félag sjúkraþjálfara átti fjóra fulltrúa á fundinum að þessu sinni

Árlegur fundur norrænna félaga sjúkraþjálfara var haldinn í Kaupmannahöfn fyrr í vikunni og átti Félag sjúkraþjálfara fjóra fulltrúa á fundinum að þessu sinni. 

Fulltrúar frá hverju félagi fyrir sig héldu kynningu á starfsemi og helstu áskorunum og verkefnum sem eru í brennidepli í hverju landi fyrir sig. Líflegar umræður sköpuðust og grundvöllur lagður  að frekara samstarfi félaganna á afmörkuðum sviðum. 

Einnig var heildræn endurhæfing einstaklinga sem glíma við afleiðingar höfuðhögga rædd ásamt fyrirkomulagi starfsendurhæfingar á Norðurlöndunum. 

Ljóst er að mikil samstaða ríkir meðal félaga sjúkraþjálfara á Norðurlöndunum og mörg tækifæri til að efla samstarfið í þágu félagsfólks. 

Hér má nálgast nokkrar myndir af fundinum og samveru fulltrúa félaganna