Norrænn fundur félaga sjúkraþjálfara

Að þessu sinni hittust fulltrúar norrænna félaga sjúkraþjálfara í Stokkhólmi

31.3.2022

Að þessu sinni hittust fulltrúar norrænna félaga sjúkraþjálfara í Stokkhólmi


Félag sjúkraþjálfara átti þrjá fulltrúa á norræna fundinum sem haldinn var í Stokkhólmi í Svíþjóð 23. - 25. mars sl., en það voru þau Gunnlaugur Már Briem formaður, Fríða Brá Pálsdóttir varaformaður og Steinunn S. Þorsteins starfsmaður félagsins.  

Óvenjustutt var á milli funda að þessu sinni, en glöggir muna að síðasti fundur fór fram í desember 2021. Ástæða þess var einfaldlega sú að ekki hefur verið hægt að hittast í raunheimum frá upphafi heimsfaraldurs og málefnin sem lágu fyrir eru mörg og mikilvæg.

Að vanda fluttu fulltrúar hvers félags kynningu á starfsemi sinni undanfarna mánuði og því til viðbótar var staða fjarmeðferðar í sjúkraþjálfun á Norðurlöndunum rædd í þaula. Eitt megin viðfangsefnið var að ræða og undirbúa fund Evrópudeildar heimssambands sjúkraþjálfara sem mun fara fram 19. - 20. maí nk.