Norrænn fundur Félaga Sjúkraþjálfara

27.4.2023

Árlegur fundur félaga sjúkraþjálfara á Norðurlöndum fór fram í Reykjavík 19.-21. Apríl síðastliðinn þegar fulltrúar frá Norska, Sænska og Finnska félaginu heimsóttu FS í Borgartúni. 

Aðal umræðu efni fundanna er staða fagsins og stéttarinnar á norðurlöndunum, sértækar og sameiginlegar áskorannir landanna og sameiginlegir alþjóðlegir hagsmunir. Þá eru ótaldar sameiginlegar áskoranir og tækifæri sem snerta okkur öll eins og heimsfaraldur Covid-19 og framþróun í veitingu heilbrigðisþjónustu. 

Á fundinum í ár var áframhald af umræðu um fjar-heilbrigðisþjónustu frá síðasta fundi, þar sem kynnt var samantekt af vinnu samnorræns hóps sem fjallaði um stöðu veitingu fjar-sjúkraþjálfunar á Norðurlöndunum. Þá voru málefni nema innan félagana og sjálfstætt starfandi félaga einnig rædd, og fróðleik miðlað á milli landa. 

Þá nýttu félögin tækifærið og ræddu um málefni sem verða til umræðu á aðalfundi heimssambands sjúkraþjálfara, WPT, í Dubai í maí.

Það er mikill styrkur fyrir FS að taka þátt í þessu öfluga norræna samstarfi, þar sem áskoranir og leiðir að lausnum eru oft á tíðum þær sömu. Við þökkum kærlega fyrir komuna, og fyrir skemmtilega og lærdómríka daga með fulltrúum sjúkraþjálfunar á Norðurlöndum. 

343121425_285131963846878_2498180151622809144_n