Nýr doktor í sjúkraþjálfun

Doktorsvörn 5. desember sl.

11.12.2014

Guðný Lilja Oddsdóttir

Föstudaginn 5.desember sl. varði Guðný Lilja Oddsdóttir, sjúkraþjálfari, doktorsritgerð sína í Líf- og læknavísindum í Hátíðasal Háskóla Íslands. 

Ritgerðin ber heitið: Hreyfistjórn í hálsi – Flugan sem nýtt greiningartæki fyrir hreyfistjórn hálshryggjar eða Movement control of the cervical spine. The Fly as a new objective assessment method for whiplash-associated disorders.
Andmælendur voru: Dr. Eva-Maj Malmström prófessor við Háskólann í Lundi og dr. Mikael Karlberg dósent og yfirlæknir ÖNH-kliniken í Svíþjóð.


Félag sjúkraþjálfara óskar Guðnýju Lilju hjartanlega til hamingju með þennan mikla áfanga.Fh. stjórnar.Unnur Pétursdóttir