Getur þú ekki skráð þig inn á síðuna?

Frá heimasíðunefnd

14.1.2015

Nokkrir félagsmenn hafa fengið þau skilaboð að kennitala þeirra finnist ekki, þegar þeir ætla að skrá sig á síðuna.

Nokkrir félagsmenn hafa fengið þau skilaboð að kennitala þeirra finnist ekki, þegar þeir ætla að skrá sig á síðuna.

Gætið þess, þegar þið skráið ykkur í fyrsta skipti, að fara í  nýskráningar-gluggann. Notendanöfnin og lykilorðin af gömlu heimasíðunni gilda ekki lengur.

Ef kennitala finnst samt ekki, vinsamlegast sendið okkur meldingu þess efnis hið fyrsta á sjukrathjalfun@bhm.is , svo hægt verði að keyra inn leiðréttingu fyrir vikulok.

Nokkrar ábendingar hafa komið varðandi hluti sem félagsmenn telja að betur mættu fara. Við erum afskaplega þakklát fyrir slíkar ábendingar, tökum þær allar og munum fara yfir þær.

Með kveðju,
Heimasíðunefnd.