Horft í nýjar áttir - Af umræðusíðdegi, 23. janúar sl.

Myndir frá viðburðinum má sjá á facebook-síðu félagsins

26.1.2015

Síðastliðinn föstudag, 23. janúar, var haldið afar vel heppnað umræðusíðdegi sem bar yfirskriftina „Horft í nýjar áttir“ . Hátt í 40 sjúkraþjálfarar komu og urðu miklar og kröftugar umræður um möguleika sjúkraþjálfara til að taka bæði lítil og stór skref til nýrrar nálgunar í starfi.

Síðastliðinn föstudag, 23. janúar, var haldið afar vel heppnað umræðusíðdegi sem bar yfirskriftina „Horft í nýjar áttir“ . Tilgangurinn var að ræða möguleika sjúkraþjálfara til að nýta þekkingu sína og reynslu í víðara samhengi. Hátt í 40 sjúkraþjálfarar komu og urðu miklar og kröftugar umræður um möguleika sjúkraþjálfara til að taka bæði lítil og stór skref til nýrrar nálgunar í starfi.

Unnur Pétursdóttir, formaður FS, setti síðdegið og útskýrði fyrirkomulagið, sem fólst í stuttum framsöguerindum, umræðuhópum og svo samantekt í lokið.

Karl Guðmundsson, sjúkraþjálfari og sölu-og markaðsstjóri hélt örnámskeið í markaðssetningu á 15 mínútum og var síðan hópunum innan handar í umræðum þeirra.

Gunnar Viktorsson sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfaranum í Hafnarfirði kynnti tilurð Slitgigtarskólans, sem starfsræktur er í samvinnu þriggja sjúkraþjálfunarstofa, Sjúkraþjálfaranum í Hafnarfirði, Eflingu á Akureyri og Sjúkraþjálfun Reykjavíkur (sjá slitgigt.is).

Valgeir Sigurðsson sjúkraþjálfari, framkvæmdastjóri og eigandi Vinnuverndar, sem í dag er orðið 17 manna fyrirtæki í öflugri uppbyggingu, fór yfir reynsluna af því að taka stóra stökkið og stofna fyrirtæki af þessu tagi (sjá vinnuvernd.is).

Björgvin Filippusson hélt afar áhugaverða kynningu á þekkingavefnum Kompás, og kynnti hvernig sjúkraþjálfarar gætu átt þar sterka innkomu og komið sér og sinni þekkingu á framfæri (sjá kompas.is).

Guðrún Káradóttir, sjúkraþjálfari hjá Styrk sjúkraþjálfun fór að lokum í gegnum þá starfsemi sem Styrkur hefur sett á laggirnar til að bjóða skjólstæðingum VIRK og fleira áhugavert sem þar er gert.

Fjölmargir sjúkraþjálfarar tóku síðdegið frá til að ræða málin og sérstaklega var gaman að sjá sjúkraþjálfara frá Akureyri og Eskifirði, sem gerðu sér ferð í bæinn til að taka þátt.

Myndaðir voru þrír hópar og Auður Ólafsdóttir kynnti niðurstöður úr hópi sem ræddi möguleika Kompás-samfélagsins. Arna Steinarsdóttir kynnti niðurstöður hópsins sem fjallaði um markaðsmál...og voru þar fjörugar umræður m.a. um mikilvægi þess að sjúkraþjálfarar væru þar sem umræðan færi fram – á samfélagsmiðlunum! Og styðjum við bakið hvert á öðru þar með „like-um“ og dreifingu efnis. Guðrún Káradóttir kynnti niðurstöður úr umræðum um ný úrræði þar sem þekking sjúkraþjálfara myndi nýtast vel.

Að lokum var skálað fyrir góðum degi og það er ljóst að þetta umræðusíðdegi er ekki lokapunktur á umræðunni, við erum rétt að byrja!

 

Framsöguerindin voru tekin upp og má sjá þau hér í streymi:

Til að horfa á streymi er farið inn á vefslóðinni :   http://straumur.bhm.is/

Slá inn í gluggana (dagsetning fundarins):

ID:          23012015
PIN:       23012015         

Smella á:   Start streaming

Í tölvunni þurfa að vera Java Script til að sjá glærur og Quick Time player.

1)      Beðið er um ID og PIN – sláið á báðum stöðum inn xxxxxx  (dagsetning fundar)
Þar er sjálfvalið -> highest rate using Ouick Time ->

Smellið á:  Stream this recording
Það tekur smá tíma að hlaða inn – hafið þolinmæði.

 

2)      Ef það gengur ekki  -> show advanced streaming options :

Haka í :           v  play audio and video

                       v  view content channel

                           -> stream....

3)   Ef það gengur heldur ekki, þá er væntanlega security-læsing gagnvart síðunni virk í tölvunni.

      Til að aflétta henni:

     Tools -> internet options -> security -> trusted sites -> add -> http://straumur.bhm.is.

Byrja upp á nýtt...