Ætlar þú á námskeið – Skráðu þig

Eftirsóttir erlendir kennarar og fyrirlestarar eru bókaðir langt fram í tímann, oft 2-3 ár. 

5.2.2015

Fátt er gremjulegra en að heyra að fella hafi þurft niður námskeið vegna ónógrar þátttöku, en heyra svo í félagsmönnum að þeir hafi nú ætlað sér að fara, en bara ekki komið í verk að skrá sig.

Félagið okkar státar af afar öflugri fræðslunefnd, sem við getum verið stolt af. Nefndarmenn hafa komið sér upp ótrúlega mikilsverðum samböndum við fremstu fræðimenn og kennara á okkar sviði út um allan heim og eru stöðugt á höttunum eftir því að fá flott námskeið til landsins.

Eftirsóttir erlendir kennarar og fyrirlestarar eru bókaðir langt fram í tímann, oft 2-3 ár. Skipulagning námskeiða kallar því á mikla skipulagningu sem inna þarf af hendi með löngum fyrirvara. Þetta kostar vinnu, sem nefndin hefur framkvæmt af aðdáunarverðri útsjónarsemi.

En einn er sá ljóður á okkur hinum, sem sækjum námskeiðin, sem er sá að við skráum okkur ekki á þau fyrr en á síðustu stundu og oft of seint. Fátt er gremjulegra en að heyra að fella hafi þurft niður námskeið vegna ónógrar þátttöku, en heyra svo í félagsmönnum að þeir hafi nú ætlað sér að fara, en bara ekki komið í verk að skrá sig.

Við svo búið má ekki standa. Ef þú ætlar á námskeið – skráðu þig. Núna.

 

 

Unnur Pétursdóttir

Formaður FS.