Félag sjúkraþjálfara óskar eftir framboðum í stjórn og nefndir félagins

Aðalfundur FS verður haldinn fimmtudaginn 5. mars kl 19:30.

5.2.2015

Framboð, ábendingar og tilnefningar má senda á uppstillingarnefnd og ritara

Nú líður að aðalfundi félagsins, en hann verður haldinn þann 5. mars nk kl 19.30 í húsnæði BHM, Borgartúni 6, Reykjavík.

Hér með er óskað eftir framboðum og/eða tilnefningum í stjórn og nefndir félagsins. Fastanefndir félagsins eru skv lögum þess: Fagnefnd, fræðslunefnd, ritnefnd, fræðileg ritstjórn, heimasíðunefnd, siðanefnd, skemmtinefnd, uppstillinganefnd og stjórn Vísindasjóðs félagsins. Fulltrúar allra nefnda utan fræðilegrar ritstjórnar skulu kosnir á aðalfundi. Fulltrúar í fræðilegri ritstjórn skulu skipaðir af stjórn.

Einnig er starfrækt öflug kjaranefnd með tveimur samninganefndum, fyrir launþega og sjálfstætt starfandi.

Reynt er að hafa „róteringu“ á nefndarmönnum þ.a. ekki hætti allir nefndarmenn í einu og þannig reynt að viðhalda eðlilegri endurnýjun ásamt því að þekking nefndanna yfirfærist áreyslulaust frá einu ári til annars. Venjulegur skipunartími í nefnd er tvö ár, með undantekningum þar sem eru siðanefnd og stjórn vísindasjóðs (3 ár), og ritnefnd er skipuð einstökum vinnustöðum til 1 árs í senn.

Steinunn Arnars Ólafsdóttir mun ganga úr stjórn og er óskað eftir framboðum, tilnefningum eða ábendingum um arftaka hennar.

 

Framboð, ábendingar og tilnefningar má senda á uppstillingarnefnd og ritara:

Hrefna Indriðadóttir, formaður uppstillingarnefndar

Netfang: hrefnaindrida@gmail.com

Arna Steinarsdóttir, ritar FS

Netfang: arnasteinars@gmail.com