Stofnun faghóps um íþróttasjúkraþjálfun

Stofnfundur verður haldinn þann 3. mars 2015

12.2.2015

Við hvetjum alla þá sjúkraþjálfara sem starfa með íþróttafólki að mæta og taka þátt í mótun hópsins frá byrjun.

Faghópur um íþróttasjúkraþjálfun verður stofnaður þriðjudaginn 3. mars nk. kl 18.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði BHM að Borgartúni 6 í Reykjavík.

Veigur Sveinsson, varaformaður FS mun fara fyrir hópnum, veigur@aflid.is

Þótt þetta sé faghópur og tilgangur hópsins sé fyrst og fremst að efla fagmennsku innan íþróttasjúkraþjálfunar, þá er óhjákvæmilegt að inn í starfsemi hans fléttist umræður um ytri skilyrði, aðbúnað, starfskjör o.fl.

Við hvetjum alla þá sjúkraþjálfara sem starfa með íþróttafólki að mæta og taka þátt í mótun hópsins frá byrjun.