Að loknum Degi sjúkraþjálfunar 2015

Frábærum Degi sjúkraþjálfunar og 75 ára afmælishátíð er lokið. 

10.3.2015

Frábærum Degi sjúkraþjálfunar og 75 ára afmælishátíð er lokið. 

Frábærum Degi sjúkraþjálfunar og 75 ára afmælishátíð er lokið. Stjórn félagsins og framkvæmdanefnd eru þreytt en afar ánægð með daginn og himinlifandi yfir góðri þátttöku félagsmanna. Nýtt met var slegið en 380 sjúkraþjálfarar mættu til leiks. Fjöldinn allur tók virkan þátt með fyrirlestrum, fundarstjórn, fyrirspurnum, veggspjöldum, sögusýningu og tónlistarflutningi, og eru þeim öllum færðar okkar allra bestu þakkir.

Erlendu fyrirlesararnir okkar, þær Susan Whitney og Emma Stokes voru frábærar, hvor á sinn hátt og ég held að „The bucket test“ eigi klárlega eftir að sjást víða...passa bara að rugla fötunum ekki saman við ruslafötur staðanna!

Nokkrar myndir af viðburðinum eru komnar inn á facebook-síðu félagsins og munu fleiri koma inn á næstunni, sjá:

https://www.facebook.com/felag.sjukrathjalfara

Kærar þakkir fyrir frábæran dag!

Unnur Pétursdóttir