Sjúkraþjálfarar í fjölmiðlum undanfarna daga

Sjúkraþjálfarar hafa margt fram að færa

12.3.2015

Sjúkraþjálfarar hafa margt fram að færa

Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með kollegunum og umfjöllun um sjúkraþjálfun í fjölmiðlum í kringum síðustu helgi.

Á fimmtudagsmorguninn 5. mars var viðtal við Kára Árnason sjúkraþjálfara í Íslandi í bítið á Bylgjunni og ræddi hann m.a. álagsmeiðsli hljóðfæraleikara. Sama dag birtist á visir.is fréttatilkynning félagsins um Dag sjúkraþjálfunar.

Stór auglýsing frá félaginu birtist svo í Fréttablaðinu á Degi sjúkraþjálfunar, 6. mars.

Í laugardagsblaði Morgunblaðsins var grein eftir  Hildi Sólveigu Sigurðardóttur, sjúkraþjálfara í Vestmannaeyjum um Landsbyggðarvandamál Landspítalans (bls 30). Í sunnudagsblaðinu var svo rætt við Erlu Ólafsdóttir, sjúkraþjálfara hjá Styrk um ýmis ráð til að komast hjá líkamlegum óþægindum í borgarferðum, þar sem mikið er gengið (bls 20).

Þetta er nákvæmlega það sem Emma Stokes var að ræða við okkur á Degi sjúkraþjálfunar, við þurfum að láta ljós okkar skína. Koma svo – meira svona!