Frá Félagi sjúkraþjálfara um sálvefræna heilsu (FSSH)

Af ráðstefnum þessa geira sjúkraþjálfunar

9.4.2015

Af ráðstefnum þessa geira sjúkraþjálfunar

Ráðstefnur hjá IOPTMH (International Organisation of Physical Therapists in Mental Health) eru haldnar annað hvert ár. Þær hafa verið haldnar frá því 2006. Fyrst í Belgíu, svo Noregi, Svíþjóð, Skotlandi og Hollandi.  

Félag sjúkraþjálfara um sálvefræna heilsu á Íslandi (FSSH) var stofnað 2011 af 9 sjúkraþjálfurum (í dag erum við 13).  Síðan þá hafa fulltrúar félagsins mætt á þessar ráðstefnur.

Meðfylgjandi myndband sýnir frá ráðstefnunni sem haldin var í Utrecht, Hollandi 2014. Á því má sjá fulltrúana frá Íslandi: Huldu B. Hákonardóttur, Margréti Gunnarsdóttur, Önnu Kristínu Kristjánsdóttur og Sigrúnu Guðjónsdóttur.

https://www.youtube.com/playlist?list=PLlzlM7qmj6qE7pOwoHCMwMiFevG-cRfbY

Yfirskrift ráðstefnunnar var: „Presence“ in the world today .  Myndbandið gefur örlitla innsýn um hvað ráðstefnan snerist. Við hyggjumst fjölmenna til Madrid í mars 2016  og áhugasamir kollegar eru velkomnir.  

Kv. Anna Kristín