Nám í fötlunarfræði við HÍ

Fötlunarfræði er þverfræðileg grein sem leggur áherslu á félagslegan skilning á fötlun og rannsakar þátt menningar og umhverfis í að skapa og viðhalda fötlun.

13.4.2015

Fötlunarfræði er þverfræðileg grein sem leggur áherslu á félagslegan skilning á fötlun og rannsakar þátt menningar og umhverfis í að skapa og viðhalda fötlun.

HVAÐ ER FÖTLUNARFRÆÐI?

Fötlunarfræði er þverfræðileg grein sem leggur áherslu á félagslegan skilning á fötlun og rannsakar þátt menningar og umhverfis í að skapa og viðhalda fötlun. Í fötlunarfræði er lögð áhersla á mannréttindi og félagsleg og söguleg viðbrögð við fötluðu fólki, meðal annars ímyndir þess og hlutverk í dægurmenningu, fjölmiðlum og almennri orðræðu. Líf, aðstæður og reynsla fatlaðs fólks er miðlæg í öllum viðfangsefnum.

NÁM Í FÖTLUNARFRÆÐI

Nám í fötlunarfræði er framhaldsnám að loknu BA-prófi eða öðru sambærilegu háskólaprófi. Boðið er upp á diplómanám, meistaranám og doktorsnám. Markmið námsins er að veita nemendum fræðilega og hagnýta þekkingu á fjölbreytilegum þáttum sem varða fötlun, fatlað fólk og málefni þess. Nemendur eru hvattir til að tengja námið við eigin áhugasvið og fræðilegan bakgrunn.

FJARNÁM

Nemendur sem ekki eiga þess kost að sækja tíma geta stundað fjarnám. Fyrirlestrar eru hljóðritaðir og aðgengilegir nemendum á lokuðu vefsvæði.


Frekari upplýsingar um námið má finna á námsvef fötlunarfræða: http://www.hi.is/felags_og_mannvisindadeild/fotlunarfraedi.  Einnig bendum við á nýjan upplýsingabækling um námið sem fylgir hér með:

fotlunarfr_baekl2015  

Rafræn umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu félags- og mannvísindadeildar: http://www.hi.is/adalvefur/umsokn_i_framhaldsnam