Austurlandsdeild Félags Sjúkraþjálfara

Af aðalfundi, dags. 19. mars sl.

13.4.2015

Af aðalfundi, dags. 19. mars sl.

Austurlandsdeild Félags Sjúkraþjálfara hittist á aðalfundi fimmtudaginn 19. mars 2015 í húsakynnum Heilsuleiða, sjúkraþjálfunar á Egilsstöðum. Heilsuleiðir ehf, sjúkraþjálfun er ný sjúkraþjálfunarstöð sem var opnuð haustið 2013 af Lonneke van Gastel sjúkraþjálfara og barnasjúkraþjálfara.   www.heilsuleidir.is   

Staða sjúkraþjálfara á Austurlandi var rædd á aðalfundinum og sérstaklega staða sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara.

Stjórnarskipti urðu og í fráfarandi stjórn voru sjúkraþjálfarar í Neskaupstað, Vilborg Stefánsdóttir formaður, Anna Þóra Árnadóttir gjaldkeri, Heiðrún Helga Snæbjörnsdóttir ritari og Jóna Lind Sævarsdóttir.  

Núverandi stjórn kemur frá Egilsstöðum og hana skipa Berglind Erla Halldórsdóttir s:8973524 (berglindeh@hsa.is) , Halldór Fannar Júlíusson s:6952932 (halldorfannar@gmail.com) , Lonneke van Gastel s:6991917 (heilsuleidir@heilsuleidir.is) , Melanie Hallbach s:8958713 (melanie@hsa.is) og Yvettt J Lau s:8641170 (yvette@hsa.is) .