Vísindaferð Norðurlandsdeildar FS
Austurlandið verður heimsótt helgina 9. – 10. maí
Austurlandið verður heimsótt helgina 9. – 10. maí
Norðurlandsdeild Félags sjúkraþjálfara ætlar í vísindaferð á Austurlandið 9.-10. maí.
Leggjum af stað á laugardagsmorgni, brunum austur öll saman í langferðabíl, skoðum þar sjúkraþjálfunarstofur og fleira sem Austurlandsdeildin planar fyrir okkur. Endum daginn á Neskaupsstað, þar sem við gleðjum maga og sál.
Á sunnudeginum skoðum við svo hugsanlega eitthvað fleira og reiknum með að vera komin til baka um kaffileytið.
Norðurlandsdeildin greiðir gistinguna og FS styrkir okkur veglega upp í rútukostnaðinn svo kostnaður hvers og eins verður vonandi bara matur og drykkur.
Skráið ykkur með því að senda mér tölvupóst (sivadogg@simnet.is) Í SÍÐASTA LAGI MÁN. 27. APRÍL !!
Vonumst til að sjá sem allra flesta,
Sigurveig D. Þormóðsdóttir
gjaldkeri Norðurlandsdeildarinnar