Góðar fréttir og slæmar fréttir

Af kjarabaráttumálum

21.5.2015

Af kjarabaráttumálum

Nú er langt liðið á 7. viku verkfallsaðgerða aðildarfélaga BHM og ekkert nýtt að gerast. Við erum agndofa yfir ábyrgðarleysi stjórnavalda, sem virðast ætla að líta svo á að samningsréttur ríkisstarfsmanna sé í höndum SA og almennra verkalýðssamtaka. Enginn samningafundur hefur verið boðaður þegar þetta er skrifað (21/5).

Það er engan bilbug að finna á þeim sem standa í eldlínunni, þ.e. þeim stéttum sem eru í verkfalli (s.s. geislafræðingar, lífeindafræðingar, ljósmæður og dýralæknar). Það hefur hins vegar mætt gífurlega á þeim og verið mjög strembið. Þau eru afar þakklát okkur sem styðjum þau með orðum og gerðum.

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að félagsmenn FS hafa tekið afar vel í að greiða til baráttusjóðs félagsins og hefur félagið getað staðið við alla skuldbindingar sínar í verkfallssjóð BHM án þess að þurfa að fara í sjóði félagsins. Og það sem meira er, við eigum inni til nokkurra vikna enn ef þörf verður á.

Ég er gríðarlega stolt af því að geta sagt frá þessu innanhúss hér í BHM. Þetta sýnir að við erum eitt sameinað félag, þar sem barátta eins hóps er barátta allra.

Kæru félagsmenn - VEL GERT !!!

Með kveðju góðri inn í helgina,

Unnur Pétursdóttir
Formaður FS.