Óskum eftir efni í næsta Sjúkraþjálfara

Viltu láta birta ritrýnda grein eftir þig?

18.6.2015

Viltu láta birta ritrýnda grein eftir þig?

Hefur þú verið að gera eitthvað spennandi sem væri til gagns og gamans fyrir kollegana að lesa um? Eða veistu af einhverjum sem lumar á slíku efni? Láttu ritnefnd vita.             

Ritnefnd þetta árið er í höndum Sjúkraþjálfunar Reykjavíkur/Garðabæjar og Atlas endurhæfingar. Ritnefndin er á höttunum eftir frambærilegu efni, vísindagreinum jafnt sem upplýsingum um áhugavert efni til birtingar í seinna tölublaði Sjúkraþjálfarans 2015.

Sérstaklega er minnt á að nú er hægt að fá efni ritrýnt og er það mikil lyftistöng fyrir blaðið að fá slíkar greinar til sín. Viljum við því hvetja félagsmenn eindregið til að senda inn greinar til ritrýningar og vekjum athygli á því að birting efnis í Sjúkraþjálfaranum er á svo litlu málsvæði að það kemur ekki í veg fyrir að sama grein geti birst líka í erlendu tímariti. Svo því ekki að byrja á heimaslóðum og fá fyrstu ritrýni hér?

Efni til ritrýningar skal senda á physio@physio.is en annað efni til Róberts Magnússonar í Atlas endurhæfingu, netfang:  robert@atlasendurhaefing.is