Frá velferðarnefnd Alþingis
Aðgerðaáætlun til eflingar fjarheilbrigðisþjónustu
Aðgerðaáætlun til eflingar fjarheilbrigðisþjónustu
„Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að skipa starfshóp sem móti stefnu og aðgerðaáætlun til eflingar fjarheilbrigðisþjónustu“.
Félag sjúkraþjálfara sendi inn athugasemdir við frumvarpsdrögin sl. vetur og var óskað eftir formanni FS á fund nefndarinar.
Athugasemdir félagsins gengu út á að vekja athygli á mikilvægi þverfaglegrar hugsunar í málefninu, ekki bara lækna-hjúkrunarfræðinga-módel og hins vegar að vekja athygli á tækifærum í rafrænni eftirfylgni, sbr tölvuforritið sem hreyfistjórar Hreyfiseðilsprógrammsins nota.
Niðurstaðan er nefndarálit með breytingartillögu um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu, eins og segir í tilkynningu Alþingis:
„Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Inga Steinar Ingason, Lauru Sch. Thorsteinsson og Leif Bárðarson frá embætti landlæknis, Unni Pétursdóttur frá Félagi íslenskra sjúkraþjálfara, Auðbjörgu B. Bjarnadóttur og Sigurð Árnason frá Heilsugæslustöðinni Kirkjubæjarklaustri, Ólaf Baldursson frá Landspítala og Þóru Björgu Jónsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.“
Sjá nánar: http://www.althingi.is/altext/144/s/1056.html
http://www.ruv.is/frett/laeknar-gaetu-greint-folk-i-gegnum-netid