Kynning á úrskurði Gerðardóms

Vinnustaðafundir í næstu viku

27.8.2015

Vinnustaðafundir í næstu viku

Formaður og fulltrúar í kjaranefnd FS munu halda nokkra vinnustaðafundi í næstu viku til kynningar á úrskurði Gerðardóms.

Fundir verða sem hér segir:

Þri 1. Sept kl 8.15 – 9.00 : Lsh Fossvogi  - í aðstöðu sjúkraþjálfunar
Þri 1. Sept kl 12.10 – 13.00: Lsh Landakot – staðsetning auglýst síðar
Mið 2. Sept kl 12.10 – 13.00: Lsh Hringbraut – Salur: Búðir (á sömu hæð og sjúkraþjálfun 14D).

Þeim sjúkraþjálfurum sem eru á öðrum og fámennari stöðum (s.s. Greiningarstöð, hjá Landlækni og Sjúkratrygginum) er boðið að koma á hvern þessara funda, sem best hentar.

Nú þegar hafa verið haldnir tveir fundir, á SAk á Akureyri og á HSA, Egilsstöðum.


Myndin hér til hægri er frá fundi formanns á HSA, Egilsstöðum. Þarna má sjá sjúkraþjálfarana Halldór, Freyju (nemi), Sverri, Lonneke, Önnu Þóru og Berglindi, ásamt Unni formanni FS.


Sjúkraþjálfarar sem starfa hjá fyrirtækjum sem falla undir SFV (Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu) þurfa að bíða aðeins, þar sem þar þarf að ganga frá sjálfstæðum kjarasamningi.  Þar undir eru t.d. flestar öldrunarstofnanir.


Fh. kjaranefndar FS
Unnur Pétursdóttir
Formaður FS.