Reykjavíkurmaraþon 2015

Félagið var með fræðslubás

3.9.2015

Félagið var með fræðslubás

Félag sjúkraþjálfara var með fræðslubás á skráningasvæði Reykjavíkurmaraþons nú í ágúst. Óskað var eftir sjúkraþjálfurum til að standa vaktina og brugðust þeir vel við kallinu.

Framkvæmdin heppnaðist með miklum ágætum. Félagið lagði til básinn og bakgrunn, en einstaklingar/stofur komu með eigið fræðslu- og kynningarefni. Jafn og góður straumur lá framhjá básnum allan tímann og grænmetið á borðinu lokkaði greinilega.

Það eina sem við höfðum ekki áttað okkur á var hversu margir hlauparar eru enskumælandi, við vorum ekki með neitt á ensku. Bætum úr því að ári.

    

   Þið sem stóðuð vaktina – kærar þakkir fyrir frábæra frammistöðu!