Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar

Þriðjudagurinn 8. september

3.9.2015

Þriðjudagurinn 8. september

Kæru félagsmenn

Þriðjudaginn 8. september nk er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar. Heimssamband sjúkraþjálfara, WCPT, hvetur alla sjúkraþjálfara til að halda upp á daginn með einu eða öðru móti.

Margir nýta sér daginn til að vekja athygli á faginu innan síns vinnustaðar, aðrir sækja út til almennings og enn aðrir samfagna með kollegum.

Ég hvet stofueigendur og yfirmenn að gera vel við starfsmenn sína þennan dag með kaffi og kruðeríi og minni á að ef einhverjir standa fyrir uppákomum af einhverju tagi í tilefni dagsins, þá að taka myndir og senda félaginu!

Með föstudagsfréttum 4. sept fylgir auglýsingaplakat dagsins, sem ég hvet fólk til að prenta út (jafnvel á fínan pappír) og hengja upp sem víðast á vinnustöðum. (Munið að taka það niður aftur, svo það verði ekki að drasli).

Settur verður status á facebook í tilefni dagsins sem ég vil biðja félagsmenn að deila á sínar prívatsíður – slíkt hefur ótrúlegt útbreiðslugildi. Í fyrra náðum við inn í fréttaveitur hátt í 9000 manns með því móti.

 

Með kveðju góðri
Unnur Pétursdóttir
Formaður FS