Staða samningamála FS við SFV

Samningaviðræður standa yfir

24.9.2015

Samningaviðræður standa yfir

Samninganefnd aðildarfélaga BHM fundaði með samninganefnd SFV (Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu) í gær, 24. sept. Á borðinu lágu samningsdrög, byggð á úrskurði gerðardóms vegna BHM. Hér eftir sem hingað til mun samningurinn við SFV byggja á ríkissamningnum, en eftir er að útfæra einstök atriði, ganga frá bókunum og réttinda- og skyldukafla. Næsti fundur er boðaður þann 8. október. Vonandi næst þá að loka málinu og skrifa undir nýja samning, þ.a greitt verði eftir nýjum samningi þann 1. nóvember.

Rétt er að vekja athygli á að samningurinn verður, eins og ríkissamningurinn, afturvirkur frá 1. mars 2015.

 

Aðildarfélög BHM sem aðild eiga að samningnum eru: Félag sjúkraþjálfara, Félagsráðgjafafélag Íslands,  Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Þroskaþjálfafélag Íslands og Fræðagarður.

Stofnanir sem SFV semur fyrir eru: Ás, Dalbær, Eir, Grund, Hamrar, Hornbrekka,  HNLFÍ, Hrafnista Hafnarfirði, Hrafnista Hlévangi, Hrafnista Kópavogi, Hrafnista Nesvöllum,  Hrafnista Reykjavík, Krabbameinsfélag Íslands, Kumbaravogur/Fell,  Lundur,  Mörk, SÁÁ, Sjálfsbjörg Rvík, Skjól, Sóltún, Skógarbær og Vigdísarholt.

Fh. kjaranefndar FS
Unnur Pétursdóttir