Íslenskt MS verkefni verðlaunað 

Fulltrúi Íslands kosinn í stjórn ENPHE samtakanna

6.10.2015

Fulltrúi Íslands kosinn í stjórn ENPHE samtakanna

Fréttatilkynning frá Námsbraut í sjúkraþjálfun - ENPHE fréttir

Námsbraut í sjúkraþjálfun er aðili að European Network of Physiotherapy in Higher Education (ENPHE) sem er samstarfsnet háskóla í Evrópu sem kenna sjúkraþjálfun.  Tilgangur samtakanna er auka samstarf milli háskóla í Evrópu til að þróa kennsluhætti, stuðla að gæðum í námi í sjúkraþjálfun, auka þekkingu í sjúkraþjálfun og hvetja til kennara- og stúdentaskipta. Innan samtakanna er starfandi öflugt félag nemenda í sjúkraþjálfun sem tekur þátt starfi samtakanna.
 
ENPHE heldur vinnufundi á hverju vori og ráðstefnu á hverju hausti. Árið 2017 mun Háskóli Íslands halda haustráðstefnu ENPHE.  Fulltrúi Námsbrautar hefur mætt á árlega fundi og ráðstefnur á vegum ENPHE. Á ráðstefnuna í ár, sem haldin var í Ghent í Belgíu í september, fóru í fyrsta skipti nemendur úr grunnnáminu í HÍ og tóku þátt í starfi nemendafélags ENPHE. 

Auk þess var Marrit Meintema, sem lauk meistaraprófi í vor, með í för en MS rannsókn hennar: Spina Bifida in Iceland: Epidemiology, Health and Well-being among adults var send sem framlag Háskóla Íslands í verðlaunasamkeppni ENPHE um meistaraverkefni. Hún fékk tilkynningu fyrir ráðstefnuna um að hennar ritgerð væri meðal fimm efstu rannsóknarverkefnanna og tilkynning um þrjú efstu sætin kæmi fram á ráðstefnunni.  Það fór svo að Marrit vann 2. verðlaun.

Á ráðstefnunni fóru fram kosningar formanns og tveggja fulltrúa í stjórn ENPHE til næstu 4 ára og var Björg Guðjónsdóttir, fulltrúi Íslands á ráðstefnunni, kosin í stjórnina.