Faghópur um endurhæfingu krabbameinsgreindra

Fræðslufundur 6. nóvember – fyrir vísindaferð FS

22.10.2015

Fræðslufundur 6. nóvember – fyrir vísindaferð FS

Faghópur sjúkraþjálfara um endurhæfingu krabbameinsgreindra og meðferð við sogæðabjúg auglýsir fræðslufund föstudaginn 6. nóvember kl. 15.00. 

Fundurinn verður haldinn í húsnæði Ljóssins að Suðurlandsbraut 4, á 7. hæð. 

G. Haukur Guðmundsson sjúkraþjálfari mun segja okkur frá námskeiðinu „Cancer Exercise Specialist“, sem hann tók þátt í síðastliðið sumar. Það var haldið af Rocky Mountain Cancer Rehabilitation Institute við Háskólann í Norður-Colorado. 

Við hvetjum þá sem eru áhugasamir að skrá sig í faghópinn og jafnfram væri gott að vita hverjir sjá sér fært að mæta á fræðslufundinn með skráningu á Facebook síðu hópsins
 ( https://www.facebook.com/groups/160253174317547/?fref=ts ). 

Eftir fundinn getum við farið í vísindaferð til kollega okkar á Æfingarstöð SLF sem er nánast á næsta horni við Ljósið. 

Við vonumst til þess að sjá sem flesta og lofum kaffi og meðlæti.