ICF: Alþjóðlegt flokkunarkerfi um færni, fötlun og heilsu, stutt útgáfa 

Fyrsta sinn sem kerfið kemur út á prenti á íslenskri tungu

7.12.2015

Fyrsta sinn sem kerfið kemur út á prenti á íslenskri tungu

Út er komin bókin ICF: Alþjóðlegt flokkunarkerfi um færni, fötlun og heilsu, stutt útgáfa.  Er þetta í fyrsta sinn sem kerfið kemur út á prenti á íslenskri tungu.

Stutta útgáfan af ICF nær yfir hugtök á tveimur efstu stigum flokkunarkerfisins. Í útgáfunni er einnig að finna inngang með lýsingum á líkaninu um færni og fötlun, sem kerfið byggir á, markmiðum með útgáfu kerfisins og eiginleikum þess. Þá eru í bókinni viðaukar þar sem m.a. er fjallað um flokkunarfræði og íðorð, gefnar ítarlegar leiðbeiningar um notkun kerfisins og kynntar reglur þar að lútandi. Bókin inniheldur allar þær uppfærslur á ICF kerfinu sem gerðar hafa verið frá upprunalegu útgáfunni 2001 til ársins 2014.

Íslenska þýðingin er samstarfsverkefni Embættis landlæknis og heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri sem annaðist þýðinguna.

Bókin er til sölu í Bóksölu stúdenta og kostar kr. 3.595. Einnig er hægt að panta hana hjá Embætti landlæknis, á mottaka@landlaeknir.is

Nánari upplýsingar um þýðinguna er að finna í Talnabrunni, rafrænu fréttabréfi landlæknis um heilbrigðisupplýsingar sem út kom í mars á þessu ári.