Fimm íslenskir sjúkraþjálfarar útskrifast sem Osteopractorar

Osteopractor er framhaldsnám fyrir lækna og sjúkraþjálfara

16.12.2015

Osteopractor er framhaldsnám fyrir lækna og sjúkraþjálfara

Þann 6.desember síðastliðinn útskrifuðust 5 íslenskir sjúkraþjálfarar sem Osteopractorar (Dip.Osteopractic) frá American Academy of Manupulative Therapy. Útskriftin var haldin í University of South Carolina í Columbia, Suður Carolina.


Þetta eru sjúkraþjálfararnir:

Árni Baldvin Ólafsson sjúkraþjálfari, Dip.Osteopractic, Cert.DN., Cert.SMT
Halldóra Jónasdóttir sjúkraþjálfari, Dip.Osteopractic, Cert.DN., Cert.SMT
Hildur Aðalbjörg Ingadóttir sjúkraþjálfari, Dip.Osteopractic, Cert.DN., Cert.SMT
Svanur Snær Halldórsson sjúkraþjálfari, Dip.Osteopractic, Cert.DN., Cert.SMT
Þorfinnur Sveinn Andreasen sjúkraþjálfari, Dip.Osteopractic, Cert.DN., Cert.SMT

 

Með þeim á myndinni er Dr.James Dunning, DPT, MSc (Manip Ther), FAAOMPT, MAACP, MMACP (UK)
Director, AAMT Fellowship in Orthopaedic Manual Physical Therapy
Fellow, American Academy of Orthopaedic Manual Physical Therapists
Acupuncture Association of Chartered Physiotherapists (UK)
Manipulation Association of Chartered Physiotherapists (UK)
President, Spinal Manipulation Institute

 

Hvað er Osteopractor?

Osteopractor er framhaldsnám fyrir lækna og sjúkraþjálfara. Námið er yfir 200 klst í high velocity low amplitude thrust manipulation (HVLAT), Dry Needling, Instrument assisted soft tissue mobilization og differential diagnosis fyrir greiningu og meðhöndlun stoðkerfisverkja fyrir háls, bak og útlimi.

Námið er 9 námskeið sem lýkur með verklegu prófi,  munnlegu prófi og 4 klst skriflegu prófi.