Er framtíð fyrir háskólamenntaða á Íslandi?

Stefnumótunarþing BHM 

21.1.2016

Stefnumótunarþing BHM 

Boðað er til stefnumótunarþings BHM þann 3. febrúar 2016 kl. 10:00-15:00 á Hótel Hilton Nordica, Reykjavík. Félag sjúkraþjálfara á frátekin nokkur sæti á þinginu og getur boðið 4 almennum félagsmönnum að sækja daginn. Þeir sem hafa áhuga sendi póst til formanns á unnur@physio.is fyrir hádegi 29. janúar nk.

 

Dagskrá:

Kl. 10.00         Fyrirlestrar og örerindi 
Setning: Þórunn Sveinnjarnardóttir, formður BHM
Nýsköpun - staðan og tækifæri til framtíðar: Hannes Óttósson 
Sóknarfæri til aukinnar hagsældar: Ragna Árnadóttir
Staða og horfur á vinnumarkaði: Karl Sigurðsson
Brottflutningur, vinnumarkaður og menntun: Lárus Blöndal
Hvað þarf til að ungt fólk velji að búa og starfa á Íslandi?

Kl. 12.00         Boðið verður upp á hádegisverð (hlaðborð Vox)

Kl. 12.45         Kynning á Open space aðferðarfræðinni sem notast verður við á Stefnumótunarþinginu.

Kl. 13.00         Er framtíð fyrir háskólamenntaða á Íslandi?

Byrjað er á því að búa til dagskránna út frá yfirskriftinni. Komið verður upp blaði á vegg þar sem einungis er að finna tímasetn­ingar og staðsetningar/fundarstaðir. Þátttakendur setja síðan inn þau málefni/hugmyndir sem þeir vilja ræða og merkja með nafni. Út frá þessu er dagskráin gerð og dagskrárliðum/umræðuefnum raðað niður á staði. Þátttakendur velja hvar þeir vilja byrja og geta þeir verið eins lengi eða stutt eins og þeir vilja á hverjum stað.  Vinnan á hverjum stað hefst á því að sá sem átti hugmyndina að umræðuefninu gerir grein fyrir henni. Í lok dags gera hóparnir grein fyrir helstu niðurstöðum.

Kl. 15.00        Dagskrárlok.