Félag sjúkraþjálfara óskar eftir framboðum í nefndir félagins

Taktu þátt í öflugu starfi félagsins

18.2.2016

Taktu þátt í öflugu starfi félagsins

Nú líður að aðalfundi félagsins, en hann verður haldinn þann 17. mars nk kl 19.30 í húsnæði BHM, Borgartúni 6, Reykjavík.

Hér með er óskað eftir framboðum og/eða tilnefningum í stjórn og nefndir félagsins. Fastanefndir félagsins eru skv lögum þess: Fagnefnd, fræðslunefnd, ritnefnd, fræðileg ritstjórn, heimasíðunefnd, siðanefnd, skemmtinefnd, uppstillinganefnd og stjórn Vísindasjóðs félagsins. Fulltrúar allra nefnda utan fræðilegrar ritstjórnar skulu kosnir á aðalfundi. Fulltrúar í fræðilegri ritstjórn skulu skipaðir af stjórn.

Einnig er starfrækt öflug kjaranefnd með tveimur samninganefndum, fyrir launþega og sjálfstætt starfandi.

Nú vantar helst framboð í fagnefnd, fræðslunefnd og uppstillingarnefnd. Sjá má starfssvið þessara nefnda á physio.is-> um félagið -> stjórn og nefndir.

Reynt er að hafa „róteringu“ á nefndarmönnum þ.a. ekki hætti allir nefndarmenn í einu og þannig reynt að viðhalda eðlilegri endurnýjun ásamt því að þekking nefndanna yfirfærist áreyslulaust frá einu ári til annars. Venjulegur skipunartími í nefnd er tvö ár, með undantekningum þar sem eru siðanefnd og stjórn vísindasjóðs (3 ár), og ritnefnd er skipuð einstökum vinnustöðum til 1 árs í senn.

 

Formaður, Unnur Pétursdóttir, býður sig að nýju fram til tveggja ára. Aðrir stjórnarmeðlimir sem eru á seinna ári síns kjörtímabils, þau Veigur Sveinsson varaformaður og Arna Steinarsdóttir ritari bjóða sig bæði fram til tveggja ára til viðbótar. Stjórn verður því óbreytt, nema til mótframboðs komi og kosningar.

Allir kjaranefndarmeðlimir, alls 9 manns, bjóða sig áfram til starfa fyrir nefndina. Hins vegar mætti bæta við einum meðlim í kjaranefnd frá launþegaarminum, þar sem við erum ekki alveg fullskipuð þar.

Þess ber að geta að einnig vantar öfluga sjúkraþjálfara í næstu framkvæmdanefnd um Dag sjúkraþjálfara 2017!

 

Framboð, ábendingar og tilnefningar má senda á uppstillingarnefnd og ritara:

 

Hrefna Indriðadóttir, formaður uppstillingarnefndar
Netfang: hrefnaindrida@gmail.com

Iðunn Elva Bolladóttir
Netfang: idunn@efling.is

Gunnlaugur Jónasson
Netfang: gullijonasar@gmail.com

 

Arna Steinarsdóttir, ritari FS
Netfang: arnasteinars@gmail.com