Dagur sjúkraþjálfunar 2016
Haldinn 4. mars á Hilton Hótel Nordica
Haldinn 4. mars á Hilton Hótel Nordica
Dagur sjúkraþjálfunar er hápunktur faglegs starfs sjúkraþjálfara ár hvert. Í ár verður aðalfyrirlesari dagsins Dr. Jeremy Lewis, sjúkraþjálfari. Hann mun halda tvo fyrirlestra um staðreyndir og mýtur varðandi axlarmein. Dr Lewis er einn eftirsóttast fyrirlesarinn og kennarinn á námskeiðum sjúkraþjálfara um allan heim varðandi axlarmein, enda hefur hann ýtt úr vör nýrri bylgju gagnrýnnar nálgunar á allt það sem bæði sjúkraþjálfarar og læknar gera varðandi axlarmein.
Önnur umfjöllunarefni á ráðstefnunnni verða m.a. rannsóknir á ungum íþóttamönnum, rannsókn á árangri endurhæfingarinnlagna aldraðra og rannsókn á hreyfiþroska barna, svo fátt eitt sé nefnt.
Við hlökkum til að sjá sem allra flesta sjúkraþjálfara á staðnum og hvetjum alla til að staldra við í lokin, rifja upp gömul kynni og mynda ný.
Merking dagsins er: #sjukra2016