Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara verður haldinn fimmtudaginn 17. mars
Fundurinn verður haldinn í húsnæði félagsins að Borgartúni 6, Reykjavík, kl 19.30.
Sjá upplýsingar um streymi hér fyrir neðan.
Fundurinn verður haldinn í húsnæði félagsins að Borgartúni 6, Reykjavík, kl 19.30.
Aðalfundarboð 2016
Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara verður haldinn fimmtudaginn 17. mars 2016 í húsnæði BHM að Borgartúni 6, Reykjavík, kl 19.30.
Fundarboð ásamt fylgiskjölum hefur verið sent til félagsmanna.
Fundurinn verður sendur út í streymi – smellið á slóðina: https://join.me/fundurbhm - veljið síðan "Allow video call" og smella á "Internet call".
Dagskrá aðalfundar verður skv. lögum félagsins:
Kosning fundarstjóra og fundarritara
1. Skýrsla stjórnar og nefnda um störf félagsins á liðnu ári
2. Reikningsskil
3. Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda
4. Tillögur félagsstjórnar - stofnun kjarabaráttusjóðs FS - starfsreglur SÞ-sjóðs
5. Kosning formanns og stjórnar
6. Kosning tveggja skoðunarmanna
7. Kosning í kjaranefnd félagsins
8. Kosning í nefndir
9. Lagabreytingar
10. Önnur mál –tillaga að ályktun frá félagsmanni
Skýrslur stjórnar og nefnda hafa verið settar á innri vef heimasíðunnar.
Til að komast á innri vef, þar sem aðalfundargögnin verða, þarf viðkomandi að vera innskráður á síðuna. Athugið að lykilorðin af gömlu heimasíðunni eru fallin úr gildi og því þurfa félagsmenn að nýskrá sig á síðuna í fyrsta skipti sem þeir innskrá sig. Notið til þess kennitölu án bandstriks og það netfang sem þið notið í samskiptum við félagið.
Við vonumst til að sjá sem flesta á aðalfundinum .
Reykjavík, 3. mars 2016
F.h stjórnar Félags sjúkraþjálfara
Unnur Pétursdóttir, formaður.