Formaður FS fundaði með forseta WCPT

Fundað var í Dublin

23.3.2016

Fundað var í Dublin

Strax að loknum aðalfundi, sem greint hefur verið frá annars staðar á heimasíðunni, fór ég til Dublin á Írlandi. Ferðin var farin á eigin vegum en tækifærið notað til að funda með forseta WCPT, Emmu Stokes. Hún er prófessor við Trinity College í Dublin og tók hún á móti mér í aðstöðu sinni í skólanum. Farið var vítt og breitt yfir málefni sjúkraþjálfunar, bæði á vettvangi Íslands og Evrópu, sem og á heimsvísu.

Ræddar voru niðurstöður skoðanakanna þeirra sem WCPT sendi út nú í vetur og lýsti hún ánægju sinni með það hversu íslenskir sjúkraþjálfarar voru duglegir að svara. Hún minntist einnig með ánægju komu sinnar á Dag sjúkraþjálfunar 2015 og bað fyrir kveðjur til íslenskra sjúkraþjálfara.

Unnur Pétursdóttir
Formaður FS