Námskeið fyrir sjúkraþjálfara og fræðsla fyrir almenning

Vel heppnuð heimsókn sjúkraþjálfaranna Þorvaldar Skúla Pálssonar og Steffan Wittrup Christensen til Íslands

26.5.2016

Vel heppnuð heimsókn sjúkraþjálfaranna Þorvaldar Skúla Pálssonar og Steffan Wittrup Christensen til Íslands


Sjúkraþjálfaranir dr. Þorvaldur Skúli Pálsson og Steffan Wittrup Christensen heimsóttu Ísland nýlega og héldu námskeið um stoðkerfisverki fyrir sjúkraþjálfara og fræðslufundi fyrir almenning um sama málefni á vegum Félags sjúkraþjálfara. Sigríður Zoega, hjúkrunar-fræðingar var einnig á fundinum í Reykjavík.

Tæplega 90 sjúkraþjálfarar skráðu sig á námskeiðin sem Þorvaldur og Steffan héldu bæði í Reykjavík og á Akureyri.



Fræðslukvöldin fyrir almenning voru einnig vel sótt. Greinilegt var að þetta er þarft umfjöllunarefni enda nánast fullt út úr dyrum og góðar umræður sköpuðust á þessum kvöldum.