Þjónusta túlka í heilbrigðisþjónustu
Athugið að hægt að kalla til þjónustu túlka, skjólstæðing og sjúkraþjálfara að kostnaðarlausu
Athugið að hægt að kalla til þjónustu túlka, skjólstæðing og sjúkraþjálfara að kostnaðarlausu
Rétt er að benda félagmönnum á eftirfarandi reglugerð varðandi þjónustu túlka í heilbrigðisþjónustu:
Reglugerð um túlkun á upplýsingum um heilsufar og meðferð fyrir sjúklinga 1145/2015
Tryggir að sjúkratryggður einstaklingur á rétt á túlkaþjónustu, telji heilbrigðisstarfsmaður að sjúklingur sem ekki talar íslensku eða notar táknmál þurfi aðstoð túlks til þess að meðtaka og skilja upplýsingar um heilsufar og meðferð.
Heilbrigðisstarfsmaður skal eftir fremsta megni skipuleggja notkun túlkaþjónustu á sem hagkvæmastan hátt, svo sem með því að nota túlkun í gegnum símtæki eða fjarfundabúnað ef kostur er og með því að beina málum í þann farveg, eftir því sem unnt er, að sjúklingar sem þarfnast aðstoðar túlks á sama tungumál eða táknmál komi sama daginn.
Ef sjúkraþjálfari telur svo að einstaklingur þurfi á túlkaþjónustu að halda kallar hann á túlk. Ætlast er til að heilbrigðisstarfsmaður kalli á túlk fyrirfram þannig að túlkur mæti samtímis og sá sem þarf á þjónustunni að halda. Túlkaþjónustan sér um að rukka sjúkratryggingar fyrir þjónustuna en heilbrigðisveitandi skal staðfesta komu hans með því að kvitta á ákveðið eyðublað sem fylgir reikning.
Einstaklingar sem eru ósjúkratryggðir greiða túlkaþjónustu að fullu.
Frekari upplýsingar um túlkaþjónustu má finna á heimasíðu SÍ:
http://www.sjukra.is/heilbrigdisstarfsfolk/tulkathjonusta/
reglugerð um túlkaþjónustu:
http://www.sjukra.is/media/skjol/log_og_reglugerdir/Reglugerd_nr_1145_2015--002-.pdf
Listi yfir þá einstaklinga sem veita túlkaþjónustu má finna á heimasíðu Ríkiskaupa, sjá meðfylgjandi slóð:
http://www.rikiskaup.is/rammasamningar/flokkar/adkeypt-thjonusta/-tulkar-og-thydingar
Upplýsingar frá Sjúkratryggingum Íslands.