Gagni  - nýtt  sjúkraskráningarkerfi og samskiptakerfi við SÍ

Upptaka af fundi 19. okt sl

20.10.2016

Upptaka af fundi 19. okt sl

Eins og sjúkraþjálfarar vita þá verður nýtt skráningar- og reikningakerfi tekið í notkun á næstu vikum og mánuðum þannig að allir þeir aðilar sem greitt hafa í SÞ sjóðinn og eru að nota SÞ kerfið í dag þurfa að kynna sér þær breytingar. Málið hefur verið kynnt fréttum á heimasíðu FS sjá http://www.physio.is/um-felagid/utgafa/frettir/nr/360

Þetta verður mun þægilegra vinnuumhverfi og algjörlega nauðsynlegt þegar nýja greiðsluþátttökukerfið innan heilbrigðisþjónustunnar verður tekið í notkun þann 1.febrúar 2017

Þann 19. október sl. var haldinn opinn kynningarfundur um nýja kerfið Gagna og var hann vel sóttur.  Eðli málsins samkvæmt gátu félagsmenn utan af landi ekki sótt fundinn og var hann því tekinn upp og er slóðin hér:

https://www.youtube.com/watch?v=1r2zMMZ_6kY

Slóðin á handbókina sem kynnt var,  er:

https://gagni.is/hjalp/handbok.pdf

Verið er að undirbúa samskonar fund á Akureyri og verður það auglýst síðar.

 

SÞ nefndin
Auður, Haraldur og Ragnar