Nú fá félagar í Félagi sjúkraþjálfara forgang á námskeið fræðslunefndar

Bætt þjónusta við félagsfólk

3.10.2023

Bætt þjónusta við félagsfólk

Nú hefur verið gerð sú breyting á vinnureglum fræðslunefndar að hér eftir fá félagar í Félagi sjúkraþjálfara forgang á námskeið sem skipulögð eru af fræðslunefnd félagsins. Það felur í sér að fyrstu vikuna eftir að opnað er fyrir skráningu á námskeið getur einungis félagsfólk skráð sig. 

Þetta er liður í að bæta þjónustu félagsins við sitt félagsfólk og tryggja aðgengi þeirra að endurmenntun á vegum Félags sjúkraþjálfara.