Ný bók um setstöður og hjólastóla - Seating and Wheeled Mobility
Meðal höfunda eru Guðný Jónsdóttir og Atli Ágústsson, sjúkraþjálfarar hjá Endurhæfingu – þekkingarsetri
Meðal höfunda eru Guðný Jónsdóttir og Atli Ágústsson, sjúkraþjálfarar hjá Endurhæfingu – þekkingarsetri
Gefin hefur verið út ný bók um setstöður og hjólastóla „Seating and Wheeled Mobility: A Clinical Resource Guide“. Í bókinn er lögð áhersla á ýmsa þætti sem taka þarf tillit við mat á setstöðu og viðeigandi aðlögun og stuðningi . Einnig er rætt um forvarnir gegn þrýstingssárum og þætti sem styrkja sjálfstæði og möguleika til þátttöku þeirra sem nota hjólastóla. Leitað var til helstu sérfræðinga á hverju sviði. Innihaldi bókarinnar er beint að öllum aldurshópum.
Ritstjórar bókarinnar eru Michelle L Lange, OTR/L ABDA ATP/SMS og Jean L Minkel, PT ATP en meðal höfunda eru Guðný Jónsdóttir og Atli Ágústsson, sjúkraþjálfarar hjá Endurhæfingu –þekkingarsetri en þau skrifa kafla um „Stöðustjórnun 24/7“. Í bókarkaflanum er, meðal annars, fjallað um hugmyndafræði stöðustjórnunar, lífaflfræði liggjandi líkamstöðu og afleiðingar vanastöðu eða óstuddrar stöðu á stoðkerfi líkamans og afleiddar skerðingar. Þá er farið í gegnum það hvernig setja skuli upp áætlun um stöðustjórnun og hvernig hægt er á einfaldan og ódýran hátt að búa til öflugan legustuðning sem veldur ekki auknu álagi á aðstoðarfólk þeirra einstaklinga, sem þurfa stuðning í liggjandi stöðu.
Hægt er að nálgast bókina hjá „Slack Books“, sjá tengil. https://www.healio.com/books/health-professions/occupational-therapy/%7B0494f75e-c42b-4f30-96d8-175a3fd90747%7D/seating-and-wheeled-mobility-a-clinical-resource-guide