Ný reglugerð um endurgreiðslu til skjólstæðinga sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara hefur verið birt

Áfangasigur í samningamálum sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara

31.8.2021

Áfangasigur í samningamálum sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara

Í síðustu viku tilkynnti Félag sjúkraþjálfara (FS) að ef ekki yrði fallið frá hinu svokallaða 2ja ára ákvæði sæi FS sér ekki annað fært en að kanna lögmæti þessa ákvæðis fyrir dómstólum. Þetta ákvæði kvað á um að skilyrði fyrir endurgreiðslu til skjólstæðinga var sett við að sjúkra­þjálfarinn hafi starfað í að minnsta kosti tvö ár sem sjúkraþjálfari, í að minnsta kosti 80% starfs­hlutfalli, eftir löggildingu.

Á þriðja tímanum í dag, þriðjudaginn 31. ágúst barst stjórn FS staðfesting á því að í endurnýjaðri reglugerð um endurgreiðslu til skjólstæðinga sjúkraþjálfara er fallið frá tveggja ára ákvæðinu. Þetta er mikill áfangasigur fyrir Félag sjúkraþjálfara, nýútskrifaða sjúkraþjálfara og skjólstæðinga sem bíða þjónustu. 

Reglugerðin er í gildi til 31. október og hana má sjá í heild sinni á vef Stjórnartíðinda