Nýr fjögurra ára samningur Félags sjúkraþjálfara við ríkið samþykktur
Nýr langtímasamningur Félags sjúkraþjálfara við ríkið hefur nú verið samþykktur af meirihluta félagsfólks í kosningu sem lauk á hádegi í dag.
Það er ánægjulegt að skýr niðurstaða liggi fyrir
og óskum við félagsfólki til hamingju með samninginn. Launahækkanir og
afturvirkni samningsins munu koma til framkvæmda um næstu mánaðarmót.
Samningurinn verður aðgengilegur á heimasíðu félagsins von bráðar.