Nýr samningur Félags sjúkraþjálfara við Sjúkratrygginga Íslands hefur verið samþykktur

Samningurinn var kynntur sjálfstætt starfandi félagsfólki og kosning um hann var rafræn

28.5.2024

Góð þátttaka var í kosningu félagsfólks, en um 80% þeirra sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði

Nýr samningur Félags sjúkraþjálfara við Sjúkratryggingar Íslands var kynntur fyrir félagsfólki og rafræn kosning um hann fór fram 21. - 26. maí. Kosningaþátttaka var góð en um 80% þeirra sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði um samninginn. 

Samningurinn var samþykktur með um 91% greiddra atkvæða.

Félag sjúkraþjálfara óskar félagsfólki til hamingju með nýjan samning og þökkum góða þátttöku í kosningum. 

Frekari upplýsingar verða sendar út til félaga á næstu dögum.


Stjórn Félags sjúkraþjálfara og samninganefnd sjálfstætt starfandi. 

28. maí 2024